Fann þessa girnilegu uppskrift á síðu um Amish-fólkið.

750 gr hakk
1 egg, hrært
1/2 tsk. salvía
1/2 bolli mjólk
ca 2 bollar Ritz-kex, mulið
1/4 bolli laukur, í litlum bitum
1/2 bolli svissneskur ostur, rifinn + smá aukaostur
Salt
Pipar

Blandið öllu vel saman og mótið úr deiginu sporöskulaga hleif. Honum er komið fyrir á eldföstum disk (eða í eldföstu móti.
Stráið aukaostinum ofan á hleifinn.
Bakið við 180°c í 1 klst.

Þessi kjöthleifur þolir vel að vera frystur.

Kveðja,
Tigerlily