Ákvað að senda inn tvær uppskriftir af bananasplitt.
Fljótlegur og ljúffengur réttur sem öllum líkar.
Gúmmelaði sem hægt er að gæða sér hvenær sem er.
————————————————– -
Réttur 1 (réttur fyrir fjóra)
Innihald:
4 bananar
3 tegundir af ís (uppáhalds ís viðkomandi)
100 gr dökkt súkkúlaði
100 ml rjómi (1 dl)
þeyttur rjómi
8 jarðaber
Aðferð:
Takið hýðið af bönunum og skerið þá langsum í tvennt
Skerið jarðaberin í tvennt
Setjið súkkúlaðið og rjóma á pönnu, hitið hægt og
hrærið um leið.
Setjið á disk 3 kúlur af hverri ístegund,
setjið sitthvorn helminginn af banananum
meðfram ískúlunum þremur,
Hellið heitu og bráðnu súkkúlaðinu yfir ískúlurnar
Sprautið þeyttum rjóma yfir súkkúlaðið og ísinn og
setjið jarðaber ofan á rjómann (2 heil jarðaber)
Réttur 2 (réttur fyrir fjóra)
Innihald:
4 bananar
100 gr dökkt súkkúlaði
100 ml rjómi (1 dl)
25 k möndlu flögur
150 ml þeyttur rjómi (1 1/2 dl)
1/2 l vanilluís
Aðferð:
Takið hýðið af bönunum og skerið þá langsum í tvennt
Setjið súkkúlaði og rjóma á pönnu, hitið hægt og
hrærið um leið. Ristið möndluflögur varlega á þurri
steikarpönnu (þær brenna við auðveldlega)
Setjið á disk ísinn í miðjuna, setjið sitthvorn
helminginn af banananum meðfram ísnum, hellið yfir
bráðnu súkkúlaðinu og stráið möndluflögunum yfir
Endilega prófið þann rétt sem ykkur líkar og segið mér hvernig bragðast ;)
Kveðja
php