Skyrgerð Nú er mig farið að langa mikið í skyr hér í útlandinu en auðvitað fæst það ekkert úti í búð. Þá fór ég að hugsa að fyrst bóndakonurnar í gamla daga gátu búið til skyr þá hlýt ég nú að geta það líka. Hins vegar kann ég ekki aðferðina við það. Man eftir að hafa heyrt um skyrhleypi og eitthvað um að sía þetta í gegnum klút, en þessar leiðbeiningar duga nú skammt. Sérstaklega þar sem ég veit ekkert hvar er hægt að fá skyrhleypi.

Þannig að ef einhver hér veit eitthvað um þetta eða kann aðferðina við að búa til skyr, endilega deilið því með mér. Finnst alveg ómögulegt að börnin (og ég) missi af þessu kostafæði :)
Kveðja,