Einhverntímann fyrir löngu óskaði ég eftir uppskrift af rúgbrauð hérna í huga og fékk eitt replay.
Hamid sendi mér uppskrift sem ég prófaði og hún þrælvirkaði hjá mér.
Hérna í danmörk er allt rúgbrauð bakað með súrdeigi og okkur finnst það ekki gott.
Svo hérna kemur uppskriftin hans Hamid.
3 bollar hveiti
2 bollar heilhveiti
5 bollar rúgmjöl
2 bollar sykur
5 tsk lyftiduft
1 lítri mjólk
Þetta á að passa í ca 3 mjólkurfernur og að bakast við ca 100 gr í 24 tíma en ég hef sett þetta í álform sem er hægt að loka og bakað þetta við ca 90 gráður í ca 12 tíma.
Það er æðislegt að geta sett rúgbrauð í ofninn þegar maður er að klára að ganga frá eftir kvöldmatinn og fá alveg nýbakað brauð að morgni.
Ég mæli með þessari uppskrift.
Kveðja StarCat