Ef þið viljið prófa góðan og fljótlegan kjúkling þá er þetta réttur sem tekur max 30 mín í eldun.
Hráefni:
2 kjúklingabringur, beinlausar (mega vera skinnlausar líka)
kjúklingakrydd
ólífuolía
jasmín hrísgrjón
Aðferð:
sjóðið hrísgrjónin í 20 mínútur og útbúið kjúklinginn á meðan.
Bringurnar eru skornar niður í bita og kryddaðar með kjúklingakryddi. Pannan er hituð og olían sett á. Kjúklingurinn er steiktur eftir smekk og þegar grjónin eru soðin þá er mjög gott að setja þau út á pönnuna í smá stund.
Síðan er þetta borðað með bestu lyst.