4-6 msk olía
1 laukur skorinn í báta
2 söxuð hvítlauksrif
1 eggaldin skorið í teninga
1 kúrbítur í sneiðum
100g sveppir í sneiðum
400g niðursoðnir tómatar
1 msk óreganó
salt & pipar
100g brokkolí í vænum bitum
1 msk hveiti
400g túnfiskur úr dós vatnið sigtað frá
1 lítill poki af kartöfluflögum
hitið ofninn 190¨C. svissið laukinn, hvítlaukinn og eggaldin í 3 msk af olíu í 5-8 mín. bætið kúrbít og sveppum út í og svissið í 10 mín. í viðbót. bætið út í tómötum og óreganó. saltið og piprið til. sjóðið á meðan brokkolíið í 3 mín. og bætið á pönnuna. hristið hveitið og 2 msk. af vatni og smellið útí. hrærið þar til þykknar. skellið helmingnum af grænmetisblöndunni í eldfast mót og dreifið túnfisknum yfir. hinn helminginn af blöndunni og loks kartöfluflögurnar. bakið í 20 mín.
verði ykkur að góðu
kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”