Fyllt aligæs eða peking önd
1. stk aligæs eða tvær pekingendur
salt og pipar.
Látið fuglinn þiðna í ísskáp í tvo daga fyrir eldun.
plokkið fjaðrir þvo og skera burtu fituklumpa, krydda vel.
Bræðið 700 gr af smjöri (jafnvel meira) og vætið viskustykki upp úr því, leggið diskaþurrkuna í ofnpott, fuglinn þar á og vefjið þurrkunni utan um, hellið afganginum af smjörinu yfir. Sett inn í 180°c heitan ofn, eldið í um það bil 1 klst fyrir hvert kg. TAKIÐ ÚT Á 30 MÍN FRESTI OG AUSIÐ YFIR.
Fylling í fuglinn
1 lítill laukur
2 epli (græn)
1 poki þurrkaðar apríkósur
12 sn beikon
u.þ.b. 10 sneiðar heilhveitibrauð
salt pipar steinselja
Leggið apríkósurnar í vatn í klst, sneiða þær fínt eins með laukinn og eplin, sneiðið beikonið smátt, rífa brauðið niður. Steikið beikonið og laukinn þar til það er orðið glært, bætið eplum og apríkósum út í, allt á að loða saman, ef hún er of þurr þá bætið smá af safanum af aprókósunum við. Sett í fuglinn og saumað vel saman.
Sósa með fuglinum.
1. sellerírót
5 gulrætur
1 stór laukur
1/2 líter kjötsoð
300 gr sveppir
150gr smjör
1/2 líter rjómi
Steikið sellerí,gulrætur,lauk þar til það verður brúnt og innmat ef hann fylgir. sett í pott með kjötsoðinu og látið krauma í um klst. sigta svo frá.
Sneiði sveppina og steikið við vægan hita (1) í um 45 mín. settir á eldhúsþurrku sía smjörið frá. búið til þunna smjörbollu 50 gr smjör og 2-3 tsk hveiti.
Hellið soðinu smátt og smátt útí, bætið rjómanum útí og hitið upp að suðu. Sjóðið upp skánina sem myndast undir fuglinum og bragðbætið með því.