Áttu blandara?
Eitt besta hjálpartækið mitt í eldhúsinu eru blandarinn og matvinnsluvélin.Það tekur t.d. enga stund að þeyta saman léttar salatsósur eða frískandi ávaxtadrykki í blandaranum. Hér koma nokkrar uppskriftir.
Salatsósa
½ sítróna
1 msk. hlynsíróp
3 msk. kotasæla
1 dós sýrður rjómi (10%)
1 msk. sætt sinnep
Skerið börkinn af sítrónunni og setjið hana í blandarann ásamt sírópinu og kotasælunni. Hrærið þar til blandan verður að sléttu mauki. Bætið sýrða rjómanum og sinnepinu út í og geymið sósuna í kæli fram að framreiðslu. Þessi sósa er einnig góð með köldum forréttum s,s rækjum eða laxi og eggjum.
Hindberjamús
200 g frosin hindber
5 msk. sykur
2-3 msk. appelsínusafi eða kalt vatn
2 matarlímsblöð
3 dl rjómi
Setjið berin, sykurinn og safann í blandarann og hrærið þar til blandan verður að sléttu mauki. Leggið matarlímsblöðin í bleyti og bræðið þau síðan í örbyljuofninum ásamt 1 msk. af safa eða vatni. Setjið hindberjamaukið í skál og blandið matarlíninu varlega út í. Þeytið rjómann og bætið honum út í með skeið. Setjið í skálar og geymið í kæli fram að framreiðslu. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaði.
Morgundrykkur
1 meðalstór, safarík gulrót
1 appelsína
½ sítróna
2-3 msk. hunang
¾ l ískalt vatn
Skafið gulrótina og skerið hana í litla bita. Flysjið appelsínuna þannig að hvíta lagið verði eftir á berkinum. Flysjið sítrónuna á sama hátt. Setjið allt saman í blandarann eða matvinnsluvélina og þeytið þar til gulrótin og appelsínan er fínsöxuð. Berið fram í glasi með klaka.
Lárperuídýfa með gráðosti (ath. Ekki beint megrandi !)
2 lárperur (avókadó)
1 lítill laukur
1 harðsoðið egg
30 g gráðostur
30 g mjúkt smjör
1 dl sýrður rjómi (18%)
1 msk. sítrónusafi
salt, pipar og paprikuduft eftir smekk
Flysjið lárperurnar og fjarlægið steininn úr þeim. Grófsaxiðlaukinn og eggið og setjið í matvinnsluvél ásamt gráðostinum, smjörinu, sýrða rjómanum og kryddinu. Hrærið nokkra hringi, setjið í skál og geymið í kæli fram að framreiðslu. Berið fram með stökku grænmeti eða grissini brauðstöngum.
Barnamatur
Ef þú átt blandara eða matvinnsluvél geturðu útbúið allan mat fyrir barnið sjálf. Ef þú kaupir lífrænt ræktað grænmeti þá er maturinn örugglega hollari en barnamatur í dós og svo er heilmikill sparnaður í því. Best er að sjóða gulrætur, rófur og kartöflur fyrst og hræra síðan í mauk. Einnig er mjög þægilegt að mauka banana og mjúkar perur í blandara. Epli er best að flysja, skera í bita og láta suðuna koma upp á þeim áður en þau eru hrærð í mauk í blandaranum eða matvinnsluvélinni. Ef gera á stóra uppskrift er ráðlegast að geyma krukkurnar í kæli. Þegar barnið má borða fisk og kjöt er einnig kjörið að setja einn skammt í blandarann og bjóða barninu með fjölskyldunni. Einnig er gott að hræra skyr og ávexti saman.
Þetta er fengið af www.femin.is en mér finnst gaman að skoða uppskriftir þar og segji ég öllum að kíkja þangað