Ég er búin að elda Kjúkling á margan hátt en ég held að þetta sé með því betra sem ég hef smakkað. Fyrir þá sem ekki hafa smakkað er uppskriftin svona.

Súrsætur Kjúklingur

Fyrir 4-6

2 Kjúklingar í bitum eða bringur/hlutar
2 dl. Hunt's Grillsósa (barbec *
1 dl. Sojasósa *
1 dl. Aprikósusulta *
100 gr. púðursykur *
50 gr. smjör *

Allt hitað saman í potti *
kjúklingur settur í eldfast mót og sósu hellt yfir þegar púðursykurinn er bráðnaður.

Hitað í ofni við 200° í 45-60 mín ef bara bringur þá 30-40 mín ausa vel yfir á 10 mín fresti.

Gott að hafa ferskt salat með.

Verði ykkur að góðu.