Uppskriftir Oft eru til margar uppskriftir af einum rétti og allir eiga oftast sér eina uppáhalds en alltaf er gaman að finna nýjar uppskrifitir og reyna að gera þær, maður getur líka breytt þeim aðeins og kannski verða þær þá enn girnilegi. Hér er ein mjög girnileg af Lasagne sem ég fann á femin.is.

Hér er uppskriftin.

200 g lasagne plötur

Kjötsósa:

1 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
500 g nautahakk
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 lítil dós tómatmauk (purée u.þ.b. 2 msk.)
1 tsk. sykur
1 tsk. basilikum
½-1 tsk. óreganó
1 tsk. jurtasaltHitið olíuna á djúpri pönnu. Mýkið laukinn í olíunni og bætið hvítlauknum út í. Setjið hakkið saman við og hrærið vel á meðan það brúnast. Hellið tómötunum saman við ásamt tómatmaukinu, sykrinum og kryddinu. Sjóðið sósuna við meðalhita þar til hún þykknar. Útbúið ostasósuna á meðan.

Ostasósa:
30 g smjör
2 ½ msk. hveiti
5 dl mjólk
150 g bragðmikill ostur
¼ tsk. múskat (má sleppa)

Bræðið smjörið og setjið hveitið út í. Búið til jafning með því að þynna smátt og smátt með mjólkinni og hræra vel í á meðan. Látið sósuna krauma í 2-3 mínútur. Takið pottinn af hitanum og bætið ostinum og múskatinu út í.

Setjið nokkrar matskeiðar af ostasósu í smurt, eldfast mót og leggið lasagneplötur ofan á. Setjið aftur smá ostasósu á plöturnar og síðan hakksósu yfir, leggið lasaganeplötur yfir kjötsósuna, síðan ostasósu og svona koll af kolli í 3-4 lög. Setjið lasagneplötu efst og svo ostasósu yfir. Rífið e.t.v. smá ost yfir efsta lagið og bakið við 180 gráður í 40-60 mínútur. Berið fram með hvítlauksbrauði og salati.

Ég segji öllum að kíkja á femin.is því þar er hægt að finna alveg æðislega girnilegar uppskriftir fyrir þá sem hafa gaman að matargerð og að borða góðan mat( sem allir held ég hafi gaman að) ættu að kíkja á slóðina www.femin.is og þar eru uppskriftir af góðum réttum.