4 kjúklingabringur
1 msk. sesamfræ
1 tsk. sesamolía
4 msk. ólífuolía
2 hvítlauksrif, söxuð
100g. sveppir
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1 rauð paprika, skorin í sneiðar
1 lítil dós bambusprotar (m.sl.)
2 tsk. rifin engiferrót
2 msk. sojasósa
3 msk. sæt chilisósa
svartur pipar e. sm.
Skerið bringurnar í strimla. Ristið sesamfræin á þurri, djúpri pönnu. Bætið sesam- og ólífuolíu á pönnuna og snöggsteikið grænmetið í henni í 1 mín. Bætið engiferrótinni og kjúklingastrimlunum út í og látið krauma í 2 mín. Bætið sósunum á pönnuna, kryddið með pipar og hitið allt vel. Berið fram m/ hrísgrjónum.
Sá sem margt veit talar fátt