Sítrónuþykkni 250 gr sykur
125 gr smjör
rifið hýði og safi úr 2 stórum sítrónum
3 egg

Hitið saman í potti smjör, sykur, sítrónusafa og -hýði, uns smjörið og sykurinn er bráðið. Brjótið þá eggin í sundur og bætið út í. Hitið við vægan hita þar til þetta fer að þykkna, en passa verður að hræra stöðugt í. Einnig verður að gæta þess að hræran hitni ekki of mikið því þá aðskilst hún. Takið af hitanum og látið kólna smá. Setjið í hreinar krukkur og lokið vel.

Geymist í fáeinar vikur í kæli.

Mjög gott með kexi, ofan á kökur eða í bökur (þ.e. sítrónuböku.

Kveðja,
Tigerlily

Sjálfri finnst mér þykknið langbest smurt ofan á tekex.