Mjög girnileg uppskrift sem ég rakst á um daginn. Verð að prófa hana við fyrsta tækifæri.

600g. ýsuflök soðin
4 msk. smjör
4 msk. hveiti
2 dl. fisksoð
2 dl. mjólk
1 tsk. salt
100g. piparostur
2 eggjarauður
2 eggjahvítur
brauðrasp

Bakið sósuna upp (smjörlíki + hveiti) og þynnið með soði og mjólk. Skerið piparost í þunnar sneiðar, setjið hann í sósuna og hrærið þar til hann er bráðinn. Saltið. Takið pottinn af hellunni og látið sósu kólna aðeins áður en eggjarauðum er hrært í. Setjið fisk í skál og hrærið þannig að hann losni vel í sundur. Blandið sósu saman við. Stífþeytið eggjahvítur og bætið þeim varlega útí. Hellið í smurt eldfast mót og stráið brauðraspi yfir. Bakið við 190°c í 25-30 mín. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og óbræddu smjöri.

Fyrir 4
Sá sem margt veit talar fátt