400g. humar
8 ferskar grænar lasagnaplötur ca. 10cm x 10cm, soðnar og kældar
100g. hvítlauksostur
rifinn ostur
3 cl. (einfaldur) Sambuca
sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
salt
1 msk. tómatpuré
1/4 ltr. rjómi
2 dl. humarsoð
50g. smjör
8 stór hvítlauksrif, skorin í sneiðar
6 stórir sveppir, skornir í sneiðar
c.a. 1/2 púrrulaukur í sneiðum, skera dökkræna hlutann frá
rósapipar
steinselja, fínt söxuð
Kraumið grænmetið í smá smjöri og búið til sósu með tómatpúrru, hvítlauksosti og rjóma, þykkið með smá sósujafnara. Smjörsteikið humarhala á heitri pönnu (hita smjörið þar til hættir að krauma, passa að smjörið brenni ekki). Skvettið Sambuca yfir og kreistið sítrónu yfir líka. Setjið sósuna saman við og smakkið til með salti. Raðið pastaplötum og humar í sósu til skiptis, stráið rifnum osti yfir og setjið undir heitt grillið í ofninum og látið grillast létt. Þegar þessi réttur er gerður verður að hafa í huga að ekki má ofsteikja humarinn því að hann á eftir að fá smá tíma undir grillinu. Það má bæði hafa þennan rétt í skömmtum eða í einu stóru formi.
Sá sem margt veit talar fátt