800 gr kjúklingalæri
1 dl BBQ-sósa
1/2 dl sojasósa
1 dl aprikósusulta
1 msk púðursykur
Setjið kjúklingabitana í eldfast mót.
Hrærið öllu hinu saman og hellið yfir kjúklinginn.
Veltið kjúklingnum vel í sósunni.
Steikið í 45 mín við 200 gráður og veltið kjúklingabitunum öðru hvoru við á meðan á steikingu stendur.
Fleytið fituna af réttinum áður en hann er borinn á borð.
Borið fram með hrísgrjónum, maískornum og snittubrauði.