Fyrir sex
5 dl soðnar pastaskrúfur
2 dl maís (úr dós)
1 grillaður kjúklingur
200 g léttsoðið spergilkál
½ saxaður blaðlaukur (hvíti hlutinn)
1 dós Campbell's kjúklingasúpa
1 msk tómatkraftur
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 dl rjómi
150 g rifinn óðalsostur
4 msk parmesan
Matreiðsla:
Smyrjið eldfast mót og setjið pastaskrúfurnar í mótið. Dreifið maísnum yfir, skerið kjúklingakjötið frá beinunum og dreifið því yfir maísinn. Setjið spergilkálið ofan á og dreifið blaðlauknum yfir. Blandið saman súpunni, tómatkrafti, hvítlauk og rjóma og hellið yfir. Rífið ostinn, blandið parmesan saman við hann og stráið yfir réttinn. Bakið í 15-20 mínútur við 200 gráður. Berið fram með hvítlauksbrauði.
(Úr tímaritinu Gestgjafanum árið 1992)
…