Namm…. *smjatt*
Hafið þið prufað taco? Ég var að storka hræðslu minni við óþekktann mat og keypti mér svona. Vá, ég, gikkurinn elska þennan mat.
Fyrir ykkur sem eruð kannski jafnmiklir gikkir og ég, ætla ég að útskýra hvað þetta er =)
Taco samanstendur af tacoskeljum, sterku kryddi og alls kyns áleggjum. Áleggin eru mjög mismunandi eftir smekk, þar má nefna grænmeti (ómissandi) hakk, baunir, ost, hrísgrjónasull, (fæst í pökkum)og eiginlega það sem fólki dettur í hug.. t.d. borðar sonur minn 4 ára taco með pulsu… Það er hægt að gera taco svo sterkt að fólk í 10 km radíus fái tár í augun, en svo hægt að gera það viðráðanlegt fyrir fólk eins og mig =)
Sósurnar eru nokkrar. Sú vinsælasta huxa ég að sé þessi venjulega taco sósa (sem ég man ekki hvað heitir en hún er rauð=))
ostasósa, guacomale og margir nota sýrðan rjóma.
Flest taco dót er til í 3 styrkjum, milt, medium og sterkt.
Samkv. leiðbeiningum á að hita taco skeljarnar. Flott að hita, ég hitaði það alltaf í svona sirka 5 mín í ofni.. svo gleymdi ég skeljunum í ofninum og þær urðu geggjaðar! Mæli með að hita þær þangað til þær verða fallega brúnar og sætar.
Man ekki eftir meiru til að segja ykkur, en ég mæli HIKLAUST með því að þið prufið =)
Kveðja.