Krækiberjabúðingur (f fjóra)
3 dl krækiber
3 dl nýmjólk
2½ dl rjómi
1 stk Royal skyndibúðingur í pakka, sítrónu
<u>Smá upplýsingar sem ég fann um krækiber:<u>
Krækiber eru svört og töluvert minni en bláber. Þegar berin eru að vaxa verða þau fyrst græn (grænjaxlar), síðan rauð og loks svört. Krækiber eru mun algengari og auðfundnari en önnur villt ber á Íslandi.
Krækilyngið er lágvaxinn, jarðlægur runni, u.þ.b 15-45 cm. á hæð.
Blöðin eru þétt, striklaga-aflöng, gljáandi dökkgræn og jaðrar eru oft niðurbrettir.
Blómin eru pínulítil, 1-2 mm., bleik eða purpurarauð.
Krækilyngið vex í þurrum brekkum og mólendi og blómgast í maí-júní.
Berin eru þó ekki fullþroskuð fyrr en eftir miðjan ágúst.
Krækiber eru mun harðgerðari en t.d. bláber og aðalbláber og er því hægt að tína þau lengur fram eftir hausti.
(heimild: Lilja Dóra Harðardóttir)
Krækiber geymst ágætlega í góðum ísskáp allt að nokkra daga. Mér hefur nú samt alltaf fundist best að borða þau bara strax með rjóma. Það má frysta þau.
chloe (í berjahugleiðingum um helgina)
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín