400g. rækjur, soðnar og skelflettar
1 lítið ýsuflak (um 250 g.)
4 msk. smjör
250g. sveppir, skornir í sneiðar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
nýmalaður pipar
salt
2 msk. hveiti
2 tsk. paprikuduft
6 dl. fisksoð eða vatn
75g. rjómaostur
200g. spergilkál (helst aðeins kvistir, ekki stönglar)
1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í bita
50g. nýrifinn parmesanostur
Rækjurnar látnar þiðna og fiskurinn roðflettur, beinhreinsaður og skorinn í bita. 1 msk. af smjörinu brædd á pönnu og sveppirnir og hvítlaukurinn látnir krauma í því í um 10 mínútur við fremur vægan hita. Kryddaðir með pipar og svolitlu salti og settir til hliðar. Ofninn hitaður í 210°c. 2 msk. af smjörinu bræddar í potti og hveiti og paprikudufti hrært saman við. Látið krauma í 1 mínútu og síðan er soði eða vatni hrært saman við smátt og smátt og sósan bökuð upp. Krydduð með pipar og salti og látin malla við hægan hita í um 10 mínútur. Þá er rjómaostinum hrært saman við og síðan helmingnum af parmesanostinum. Potturinn tekinn af hitanum þegar osturinn er bráðinn og sósan smökkuð til. Nokkuð stórt, eldfast fat smurt með því sem eftir er af smjörinu. Spergilkáli og papriku dreift á botninn, fiskbitum dreift yfir og síðan rækjunum. Sveppirnir látnir þar ofan á og sósunni hellt jafnt yfir. Afganginum af parmesanostinum stráð yfir allt saman, sett í ofninn og bakað í um 25 mínútur, eða þar til yfirborðið er gullinbrúnt. Borið fram t.d. með hrísgrjónum eða með grænu salati og nýbökuðu brauði.
Sá sem margt veit talar fátt