fyrir ca 4
400 g ýsa (má líka alveg vera þorskur)
40-50 g hveiti
50 g smjörlíki
4-5 dl nýmjólk
1 stk laukur (í stærri kantinum) saxaður
salt og pipar eftir smekk
Byrjið á að sjóða fiskinn á hefðbundinn hátt og kælið svo.
Smjörlíki og hveiti saman. Bætið mjólk útí jafn óðum þannig að úr verði jafningur. Það þarf að hræra vel í svo að ekki brenni.
Bætið svo lauknum saman við og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Blandið að lokum fisknum samanvið, gott er að losa hann vel í sundur.
Borðið með soðnum kartöflum og rúgbrauði með smjöri.
NB.
Ég nota oftast fiskafganga í plokkfisk. Það má líka nota saltfisk.
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín