Jæja þar sem það eru svo margir sem eru að fara að halda afmæli þá smelli ég hér inn uppskrift af smjörkremi sem ég var beðin um :)


150 gr. smjör eða smjörlíki
150 gr. flórsykur
1 eggjarauða (má sleppa)
1/2 tsk vanilludropar


Þeytið saman smjöri og flórsykri (sáldruðum), þar til það er létt og ljóst, eggjarauðan hrærð útí og vanilludropar settir út í seinast. Nota má meiri sykur en smjör í kremið, t.d. 150 gr. smjör á móti 200-250 gr. af sykri og þynna þá með bragðefni eða vatni, ef með þarf.

Auðvitað er hægt að nota alls konar bragðefni annað en vanillu… t.d. alls konar dropar, bráðið súkkulaði, kakó, kaffi, ávaxtasafi osfrv… allt eftir smekk hvers og eins.

Enjoy!
Kveðja simaskra