Fyrir 6-8
Undirbúningstími: 30 mínútur
Einfalt
Innihald:
2 laukar
4 stilkar sellerí
4-6 gulrætur
2-4 hvítlauksrif
1 1/2 askja sveppir
Smjör eða olía til steikingar
1 dós Hunt's Ready Herb Style tómatsósa
1 dós Hunt's Ready Garlic Style tómatsósa
1-2 dl mysa eða hvítvín
3-4 tsk grænmetis- eða fiskkraftur
2 tsk. Eftirlæti hafmeyjunnar frá Pottagöldrum
Pipar
200 g. rjómaostur
Rjómi eða sýrður rjómi
Fiskinn mega allir velja og sjálfir. Tilvailið er að nota rækjur, ýsu, lúðu, eða það fiskmeti sem til er í frystikistunni. Einnig er gott að nota surimi, sem fæst frosið í betri matvöruverslunum.
Grænmetið er skorið niður og steikt í potti eða á pönnu í smjöri eða olíu. Setjið það síðan í pott og bætið tómatsósunni út í. Þá er komið að grænmetiskraftinum, kryddinu, rjómaostinum og rjómanum. Allt þetta er soðið saman við vægan hita í 15-20 mínútur. Á meðan þetta sýður er gott að smakka á réttinum af og til og setja hitt og þetta út í sem líklegt er að bragðbæti. Í lokin er fiskurinn settur í pottinn og súpan látin sjóða í smá stund. Látið síðan bíða örlítið áður en súpan er borin fram.
Tilvalið meðlæti: Heitt brauð
Kveðja simaskra