ég var í einhverju \“prufu\”skapi um daginn, langaði að gera eitthvað sniðugt og gjörsamlega nýtt og út kom eftirfarandi:

og ath, ég notaði engar mælieiningar, bara slatti af hinu og þessu, eins og mér fannst að það ætti að vera:

hreindýrahakk (hægt að nota annað hakk)
kotasæla
tomatpure
pizzasósa
1 egg
hálf maísdós
hálf dós af bökuðum baunum
mjólk
pizzakrydd
sólblómafræ
heilhveiti
haf ramjöl

þetta var hrært saman og bakað í ofni við 200°C, ég prófaði bæði að baka þetta með og án eggsins, mér fannst það betra með egginu, en pabba mínum fannst þetta betra án eggsins (var semsagt að elda fyrir hann, meðan mamma er ekki heima til að elda handa honum)