900 g hveiti
2 tsk. sykur
1 tsk. jurtasalt
2 tsk. lyftiduft
4 tsk þurrger
300 ml. volg mjólk
12 msk hrein jógurt
3-4 hvítlauksgeirar
4 tsk. steinselja
Ger, sykur og mjólk sett í skál og látið bíða uns froða myndast. Þá er hveiti, salti, lyftidufti, pressuðum hvítlauk, steinselju, og jógurt bætt út
í og hnoðað vel saman. Látið hefa sig vel á hlýjum stað í 2 klst. þá sett á borð og búnar til litlar bollur sem eru flattar út og steiktar á pönnu báðum megin. Brauðið er síðan penslað með smjöri báðum megin og borið fram.
Einnig er hægt að setja hvítlauk út í smjörið fyrir þá sem vilja enn meira hvítlauksbragð.
Kveðja simaskra