Góð lasagnauppskrift… voilá!!

12-14 lasagnablöð
300 gr spergilkál
2 dl vatn
salt
1 saxaður laukur
300 gr sveppir í sneiðum
1 msk matarolía
500 gr kotasæla
1-2 tsk basilikum
salt og pipar eftir smekk

Sósa:
8 dl léttmjólk
4 msk hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk múskat
pipar eftir smekk
3 dl ostur, 17%
1 msk parmesanostur

Sjóða spergilkálið í léttsöltu vatni í 2 mín. Láta lauk og sveppi krauma í olíunni. Blanda saman spergilkáli, lauk, sveppum, kotasælu, basilikum og salti. Sósujafningurinn hitaður og múskatið og hluti ostsins settur úti í þegar hann hefur soðið í ca. 5 mín.

Þessu er svo raðað í eldfast mót þannig að neðst komi sósa, svo lasagnablöð, grænmetið og aftur sósa. Endað á því að ostasósan er efst og síðast er parmesanosti og afgangnum af rifna ostinum yfir. Bakað í miðjum ofni við 200°C í 30 mín.
Kveðja simaskra