jæja nú er kominn uppskerutími ogg allt flæðir í grænmeti svo mér fannst tilvalið að deila með ykkur smá fróðleik um geymslu á grænmeti:


Grænmeti er almennt mjög viðkvæm geymsluvara,það þolir illa hita,birtu og súrefni.Grænmeti á því að geyma á dimmum og köldum stað.Flestar grænmetistegundir er best að geyma í grænmetishólfi í ísskáp,en eftir nokkra daga geymslu,misjafnt þó eftir tegundum,er hætt við að grænmetið fari að skemmast.Við ákjósanleg skilyrði(0 gráðu hita og mikinn raka) er hægt að geyma flestar tegundir mun lengur og jafnvel marga mánuði.
Grænmeti á ekki að þvo fyrir geymslu það minnkar geymsluþolið. Af hreinlætisástæðum skal þó bursta mold og þess háttar af og hreinsa rotnaða og skemmda hluta af.
Undantekning á þessu eru salat og steinselja sem geymast betur ef þau eru skoluð fyrir geymslu.Alltaf tapast eitthvað af fjör og steinefnum við hreinsun á grænmeti og matreiðslu en það er mismikið.
Flestar grænmetistegundir eru vel til þess fallnar að borða hráar og með því tapast fá næringarefni.Matreiða skal grænmeti eins stutt og hægt er og ef það er soðið á alltaf að setja það útí sjóðandi vatn.

Flestar tegundir grænmetis er hægt að geyma í frosti.Best er að sjálfsögðu að grænmeti til frystingar sé nýupptekið. Grænmeti á að hreinsa og útbúa áður en það er fryst svo það sé tilbúið í pottinn.
Allt grænmeti sem venjulega er soðið áður en það er borið fram verður að forsjóða áður en það er fryst.orsuðan er mismunandi eftir tegundum en forsuðutíminn reiknast frá þeim tíma sem suðan kemur upp aftur,grænmetið er sett ofan í sjóðandi vatn og síðan tekið upp úr suðuvatninu þegar tíminn er kominn og sett í kælivatn,annað hvort rennandi vatn eða vatn með ísmolum
Þegar grænmetið er vandlega kælt þá er vatnið látið síga vel af því áður en búið er um það í frystiumbúðum.Umbúðir þurfa að vera loft og lyktþéttar.Flest grænmeti geymist í sex til tólf mánuði en sumar tegundir ekki svo lengi.Yfirleitt á að taka grænmeti beint úr frystingu og sjóða í léttsöltuðu vatni eða smjörsjóða án þess að þíða áður.
Kveðja