5-600gr svínafilet
smjör
salt
svartur pipar
2 1/2 dl rjómi
1-2 tsk estragon
1/2 dl steinselja
1 teningur kjötkraftur
1 1/2 msk sítrónusafi
skerið kjötið í sneiðar (c.a. 1cm þykkar). snöggsteikið á báðum hliðum í smjörinu. takið af pönnunni og kryddið með salti og pipar.
hellið rjómanum á pönnuna, kryddið með estragoni og saxaðri steinselju. bragðbætið með kjötkrafti.
setjið kjötið aftur á pönnuna og látið krauma í 5-10 mín. bætið sítrónusafanum út í.
200g risotto grjón
2 skalotlaukar
1 saxað hvítlauksrif
1 dl. hvítvín
5 dl. kjúklingasoð
30 g parmesanostur (ferskur)
50 g smjör
1 dl þeyttur rjómi
salt og svartur pipar
léttsteikið laukana og grjónin í smjörinu í u.þ.b. 5 mín. hellið yfir víninu og sjóðið rólega niður yfir grjónunum. svo fer soð yfir svo rétt fljóti yfir grjónin og soðið niður við vægan hita og hrært í á meðan. endurtekið þar til soðið er búið. (eftir um 20 mín. suðu ættu grjónin að vera til)
passið upp á að allur vökvi sé gufaður upp af grjónunum og hrærið þá smjörinu út í, litlu í einu. svo fer parmesanosturinn og loks rjóminn. saltið og piprið eftir smekk.
það er mjög gott að smjörsteikja grænmeti með þessu, t.d. sveppi, papriku gulrætur og kúrbít. og svo er gott hvítvín alveg ómissandi.
verði ykkur að góðu, forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”