hér er einn fínn fiskréttur :

Pepperoni ýsa

800 gr ýsuflök
100 gr sveppir í sneiðum
1 laukur smátt saxaður
100 gr pepperoni sneitt
1 peli rjómi
3 tsk tómatpuré
ostur í sneiðum
hveiti,aromat,salt,pipar,hvítlauksduft
olía til steikingar

Ýsan krydduð með salti/pipar-velt uppúr hveiti steikt vel uns hún er fallega brún.Lauk sveppum og pepperoni bætt á pönnuna og steikt í örlitla stund. Þá er rjómanum ,tómatpuré og hvítlauksdufti+aromati bætt á pönnuna og látið þykkna,ostsneiðar lagðar ofaná og gljáð í grilli,ef vill.
Borið fram með hrísgrjónum eða hvítlauksbrauði og salati.
Kveðja