Karlinn átti afmæli um daginn og eldaði ég af því tilefni. Vorum við bæði sammála um að forrétturinn væri alveg ofsalega góður. Hér kemur uppskriftin af honum.

Melónuforréttur

1 hunangsmelóna
rækjur
kræklingur
200 g sýrður rjómi, 10 eða 18%
2 msk majónes
100 g gráðaostur, rifinn
kavíar
paprikuduft

Skerið melónuna í 5-6 sneiðar þversum. Hreinsið kjarnann úr og leggið sneiðarnar á diska. Setjið rækjur og kræklinga í miðjuna. Blandið saman sýrðum rjóma og majónesi og hellið yfir. Stráið rifnum gráðaosti yfir. Skreytið með kavíar og paprikudufti.