Komiði sæl og bless!
Ég á við smá vandamál að stríða. Málið er að mér finnst alveg ótrúlega gaman að elda (sem er ekki vandamálið) og líka mjög gaman að borða það sem ég elda ef vel tekst til. Venjulega erum við tvö í mat en upp á síðkastið er kærastinn minn búinn að vera út úr bænum að vinna og verður í nokkrar vikur. Þetta þýðir að ég hef verið að elda fyrir mig eina. Það er einmitt vandamálið. Það er ekki ætlast til þess að einstaklingar eldi mat handa sér sjálfum og engum öðrum! Þegar ég fer að versla í matinn og langar að kaupa eitthvað voða gott þá endar það oftast með því að ég kaupi í samloku eða fer á salatbarinn eða eitthvað álíka. Það er ekki hægt að kaupa neitt í LITLU magni án þess að kaupa eitthvað tilbúið. Maður endar alltaf með allt of mikið hráefni og afganga í marga daga! Hakk er tildæmis einungis selt í um 400gr pökkum í þeim búðum sem ekki eru með kjötborð og oft er ekki hægt að fá hakk í kjötborðum. Ég veit ekki hvort að aðrir lendi í því sama og ég eða hvort ég kunni bara ekki að versla en ég er allavega orðin gjörsamlega hugmyndasnauð. Það er erfitt að vera einhleypur, þó svo að það sé bara í nokkrar vikur!
help plís
H