400g. pasta
400g. útvatnaður saltfiskur
300g. ostur, rifinn
7 stórir tómatar
4 laukar
3 hvítlauksrif
2 grænar paprikur
1 dl. ólífuolía
1/2 tsk. pipar
Skerið tómatana smátt og saxið paprikurnar smátt. Hitið olíuna í potti (má ekki verða mjög heit). Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt og setjið út í olíuna. Látið malla í 5 mínútur. Bætið tómötunum og paprikunum ásamt piparnum út í pottinn og látið malla í 30 mínútur eða þar til sósan er orðin sæmilega þykk. Setjið lítra af vatni í pott á meðan sósan mallar og látið suðuna koma upp. Látið þá fiskinn út í og sjóðið í 5-7 mínútur. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakka. Þegar fiskurinn er soðinn og pastað tilbúið, stappið þá fiskinn og blandið honum saman við pastað. Smyrjið eldfast mót og látið helminginn af sósunni á botninn, síðan fiskinn og pastað og svo afganginn af sósunni ofan á. Stráið ostinum yfir og bakið í ofni í 30 mínútur við 200°C. Berið fram með hvítlauksbrauði.
Sá sem margt veit talar fátt