Gott er að vera með einhvað létt í matinn þegar sólin hækkar á lofti. Hérna kemur smá hugmynd sem reynist oft vel.
ca. 500 gr jarðaber
2 bananar
1 pera
4 msk sykur
Skolið og hreinsið jarðaberin brytjið þau í báta setja í skál
afhyðið bananann brytja hann í smá sneiðar og setja samanvið peran er einnig hreinsuð og brytjuð í smá bita og sett saman viðstrá sykri yfir og hrista saman getur notað meiri sykur ef þú vilt hafa þetta virkilega sætt. látið standa við stofuhita í ca 30 mín til 1 tíma eða þangað til ávextirnir eru búnir að mynda safa í botninum.
Borið fram með rjóma.
Þetta er rosalega gott sem eftirmatur eða forrréttur ef maður er með einhvað rosalega fínt í matinn. En hérna nota ég þetta jafnvel sem aðalrétt því að það er svo heitt hjá okkur að það er ekki hægt að borða neitt sem er heitt.