Túnfisk lasagna
350 gr túnfiskur í vatni
1. bolli saxaður laukur
4 hvítlauksgeirar, kreistir í pressu
2 dósir Hunts spagettisósa
500 gr kotasæla
1 egg
1/4 bolli parmesan ostur
1 tsk basil
1 tsk salt
ca 8 st. lasagnaplötur
3 bollar mozzarella.
Aðferð:
Laukur og hvítlaukur steikt á pönnu í msk. af olíu. Túnfisktur og spagetti sósa sett úti og látið malla í smá stund, kryddað t.d. með pizzukryddi eða oregano, það er samt ekki nauðsynlegt.Kotasæla og egg hrært saman og kryddað með basil og salti.Svo er það bara að raða þessu saman í eldfastmót. Túnfisk/tómatblanda fyrst svo kotasæla ofan á það og að lokum lasagnaplötur,síðan endurtekið. Svo endað með túnfisk/tómatblöndu og kotasælu og svo að lokum mozzarella. Inní 200° heitan ofn í ca. 30 - 40 mín.
Gott með salati og hvítlauksbrauði
Kveðja