OSTAKAKA
Botn:
300 gr hafrakex mulið
1msk sykur
5 msk smjör brætt
50 gr síríus suðusúkkulaði brætt
Blandið öllu hráefninu vel saman , þrýstið deginu í kringlótt form, kælið.
Fylling:
600 gr rjómaostur
150 gr sykur
vanilludropar
3 eggjarauður
9 blöð matalím
¾ líter rjómi (3pelar)
Rjómaosturinn og sykurinn er brætt við vægan hita, passa vel að það ofhitni ekki. Eggjarauðunum og vanilludropunum er bætt saman við. Matarlímið er lagt í bleyti og leyst upp með ca; 1dl af vatni. Síðan á að láta matarímið renna í mjórri bunu útí svo að það myndi ekki hlaupklessur og hræra vel á meðan það er gert. Í lokin er þeyttum rjóma blandað saman við og sett ofan á kaldann botninn og kælt aftur.
Skelin :
200 gr síríus rjómasúkkulaði
100 gr sýrður rjómi 10%
þetta er brætt saman við vægan hita og sett ofan á allt hitt.
Síðan skal etið vel !!
p.s. þetta er frekar stór uppskrift
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín