2 1/2- 3 bollar hveiti
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1/2 bolli smjör
2 egg
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
Hrærið öllu hráefninu saman nema hvetinu. Að því loknu skulið þið bæta hveitinu við í smá skömmtum. Setjið nógu mikið hveiti til að auðveldlega sé hægt að móta kúlur úr deiginu. Ef þú vilt þunnar og stökkar kökur skaltu setja minna hveiti. En ef þú vilt þunnar og blautar kökur getur þú sett meira smjör. Bakið við 180°c í 10-12 mín. Kælið.
Kökuútgáfur:
Hnetusmjörskökur Bætið 1/2 bolla af hnetusmjöri út – gætuð þurft að bæta smá auka hveiti út í.
Súkkulaðibitakökur Bætið súkkulaðibitum og/eða hnetum út í.
Karamellukökur Skerðu karamellur í mjög smáa bita og bættu út í.
Hafra- og rúsínukökur
Setjið 1 bolla af haframjöli í staðinn fyrir 1 bolla af hveiti, setjið 1 tsk. kanil, 1 tsk. mjólk og rúsínur út í.
Súkkulaðikökur Bætið 1/2 bolla af kakói út í — einnig má setja súkkulaðibita út í ef vill.
Kanilkökur Bætið 1 tsk. af kanil út í deigið. Mótið kúlur og rúllið þeim upp úr kanilsykri.
Hnetusmjörs- og súkkulaðikökur
Gerið eina uppskrift af hnetusmjörsdeigi og aðra af súkkulaðideigi. Rúllið út með kökukefli. Leggið aðra tegundina ofan á hina og rúllið upp. Skerið í sneiðar. Gott er að kæla deigið til að betra sé að vinna með það.
Þá er bara að fara að baka!!
Sá sem margt veit talar fátt