Þetta kölluðum við alltaf sunnudagssteik fátæka fólksins á mínu heimili þegar eldri börnin voru lítil. Þessi uppskrift á að duga fyrir 4 - 5. Ef þið eruð að fara að elda fyrir fleiri þá borgar sig að setja í 2 mót því að ef það er sett meira í eitt þá verður þetta svo lengi að eldast.
ca 500 gr hakk
1-2 egg
1 msk olia
1 msk season all eða annað gott krydd
1/2 tsk salt
smá pipar
1 - 1og1/2 bolli hveiti
allt sett í skál og hrært saman þar til úr verður gott deig,
Fylling.
má nota það sem manni dettur í hug, ég nota mikið tómatsósu og ost, einnig er gott að nota skinku ost og aspas eða ananas.
deiginu skipt í 2 hluta og annar hlutinn settur í eldfast mót og flattur út, í miðjuna er svo sett fylling, passa að skilja eftir ca 1 cm í köntonum sem er ekki sett fylling á, þá er seinni hlutinn af deiginu flattur yfir og klesst vel saman í köntonum þannig að fyllingin leki ekki út. Stráð svo yfir með smá brauðraspi. Bakað í miðjum ofni í ca 1 tíma við 170 - 190 gráður. Borið fram með bearnaise sósu og kartöflum.