Þessi brauðréttur, þótt hann sé einfaldur í framkvæmd, hefur verið uppáhaldið mitt síðan ég var lítill. Mér þykir hann ennþá algjört nammi og þarf eiginlega að búa til tvær skálar af honum ef ég á ekki að enda með að klára hann allan einn :)
Fyrir 2-4, eftir græðgi:
- C.a. 200gr rækjur,
- Hvítt brauð, hægt að nota tertubrauð eða bara fransbrauð (magn c.a. 1 fransbrauð, en fer eftir því hvernig fólk vill hafa hlutföllin)
- Heimilisskinka, c.a. hálfur til heill pakki eftir smekk, sneiðarnar skornar niður í litla teninga
- Ein stór dolla af grænum aspas,
- C.a. 1-2 matskeið af létt majones (gefur betra bragð en venjulegt).
- Ein dolla af 10% sýrðum rjóma
Byrjað á því að setja brauðið í skál. Aspas safa eftir smekk hellt yfir til þess að bleyta upp í réttinum.
Rækjurnar þýddar og settar út í
Skinkan skorin og sett út í
Aspasinn settur út í, oftast þarf ekki að sneiða hann, svo laus í sér
Endað á majonesinu og sýrða rjómanum, svo er þetta hrært vel saman. Brauði, aspassafa eða "áleggi" bætt út í eftir smekk.
Svo er best að setja þetta inn í ísskáp og kæla þetta í dágóða stund ,og leyfa brauðinu blotna í gegn. Þetta er besti brauðréttur sem ég hef smakkað, þótt einfaldur sé :)
Fyrir 2-4, eftir græðgi:
- C.a. 200gr rækjur,
- Hvítt brauð, hægt að nota tertubrauð eða bara fransbrauð (magn c.a. 1 fransbrauð, en fer eftir því hvernig fólk vill hafa hlutföllin)
- Heimilisskinka, c.a. hálfur til heill pakki eftir smekk, sneiðarnar skornar niður í litla teninga
- Ein stór dolla af grænum aspas,
- C.a. 1-2 matskeið af létt majones (gefur betra bragð en venjulegt).
- Ein dolla af 10% sýrðum rjóma
Byrjað á því að setja brauðið í skál. Aspas safa eftir smekk hellt yfir til þess að bleyta upp í réttinum.
Rækjurnar þýddar og settar út í
Skinkan skorin og sett út í
Aspasinn settur út í, oftast þarf ekki að sneiða hann, svo laus í sér
Endað á majonesinu og sýrða rjómanum, svo er þetta hrært vel saman. Brauði, aspassafa eða "áleggi" bætt út í eftir smekk.
Svo er best að setja þetta inn í ísskáp og kæla þetta í dágóða stund ,og leyfa brauðinu blotna í gegn. Þetta er besti brauðréttur sem ég hef smakkað, þótt einfaldur sé :)
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard