Matreiðslubók Nönnu Þessa dagana er sérstök kynning á Matreiðslubók Nönnu og vona ég að ég geti frætt lesendur um bókina og læt ég fylgja með sérstakt tilboð. Ég vona að fólk lýti frekar á þessa grein sem kynningu frekar en sem auglýsingu….


Flestar þjóðir eiga sér sína einu sönnu uppskriftabiblíu sem til er á hverju heimili, stóru matreiðslubókina sem allir þekkja og alltaf er hægt að treysta á, alltaf hægt að leita í til að finna uppskriftirnar, leiðbeiningarnar og hugmyndirnar sem vantar. Nútímalega bók af þessu tagi hefur lengi skort hérlendis en nú er hún loksins komin. Í Matreiðslubók Nönnu ættu allir, byrjendur jafnt sem lengra komnir, að geta fundið sér gnægð uppskrifta við sitt hæfi, því að í bókinni eru hátt á fjórða þúsund uppskriftir af öllu tagi og úr öllum heimshornum. Hér eru allar þær uppskriftir sem hugurinn girnist, alþekktar jafnt sem óvenjulegar – uppskriftir fyrir venjulegt fólk sem vill finna á einum stað gamla kunningja og óþrjótandi uppsprettu nýrra hugmynda. Bókin er öll litprentuð og hana prýða myndir af hundruðum girnilegra rétta.


Um Bókina
Það er hún Nanna Rögnvaldsdóttir sem á heiðurinn af þessari bók. Í henni eru 3.600 uppskriftir af öllu tagi og ýtarlegar aðferðalýsingar, allt frá því hvernig á að sjóða egg upp í heilsteikt lömb og grísi. Uppskriftirnar koma frá 130 þjóðlöndum og segist Nanna hafa prófað allar uppskriftirnar og sumar á fjölskyldu sinni, ungu og misjafnlega matvöndu fólki sem hafi ákveðnar skoðannir og láta óspart í sér heira ef maturinn er þeim ekki að skapi. Fróðleiksmolar eru svo inn á milli en flestir ættu að kannast við aðra stóra bók frá Nönnu, Matarást sem er einnig gríðarstór bók, sem hugsuð er sem alfræðibók um mat og uppskriftir.

Nanna Rögnvaldsdóttir er venjuleg húsmóðir sem hefur gríðarlegan áhuga á mat, bækur hennar eru því kjörnar fyrir alla aðrar húsmæður (og húsbónda) því hægt er að treysta á að uppskriftirnar eru við hæfi þeirra sem telja sig vera byrjendur í matargerð auk þeirra fjöldamargra matgæðinga sem hafa gaman að tilraunastarfsemi í eldhúsum sínum.

Bókin kostar 12.980,- kr út úr búð en þú lesandi góður getur eignast bókina á 9.900,- kr (þú sparar 3.080 kr-). Einnig er boðið upp á léttgreiðslur í allt að fimm mánuði, vaxtalaust og þá kostar bókin einungis 1.980,- kr á mánuði. Með þessu eiga allir kost á að eignast þessa uppskriftabiblíu sem ætti að vera til á hverju heimili. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma <strong>6997412</strong> eða senda <a href=“mailto:postur@veitingavefurinn.is”><strong>póst með því að smella hér </strong></a> og haft verður samband við þig. Vinsamlegast taktu fram hvenær er best að hafa samband og með hvaða móti (e-mail eða síma).

með bestu kveðju
Elvar Örn Reynisson
elvarorn@hugi.is