Hérna kemur smá hugmynd.
Í gærkvöldi þegar ég var að byrja að elda matinn þá uppgötvaði ég að ég var ekki með nóg af kjöti fyrir alla fjölsk. mína svo að þá varð ég bara að redda mér þá datt mér í hug að nota bara kartöflur með í stað kjöts og það heppnaðist bara vel :)
Hérna kemur uppskriftin sem varð til þá.
ca 300 gr svínakjöt skorið í strimla og marinerað
6 meðalstórar kartöflur
3 gulrætur
2 laukar
1 paprika
smá hvítkál
2 teningar kjuklingakraftur
Marinering
4 msk olia
6 msk sojasósa
2 marin hvítlauksrif
smá engifer
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
Smá krydd eftir smekk
Grænmetið afhýtt og hreinsað og skorið í strimla
Kjötið stekt í grunnum potti og bætt við ca 1 liter vatn
grænmeti steikt á pönnu byrjað á kartöflum eða gulrótum og sett samanvið kjötið
Kjuklingakrafturinn settur samanvið og bragðbætt með salt pipar og eða öðru kryddi ég nota mikið chilli og cayenne pipar bara má ekki nota mikið af því það er svo sterkt.
Sósan þykkt með maisena.
Borið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.
Verði ykkur að góðu.
StarCat