Þetta er uppskrift eftir sjálfa mig sem ég uppgötvaði einhverntímann sem tilraunastarfsemi í eldhúsinu. Bragðast ótrúlega vel og er frekar auðvelt.
Best að nota vængi og leggi af kjúklingnum, annars að hafa kjúklingabitana sem minnsta.
Marinering utan á kjúkling f. steikingu
súrsæt sósa (best að nota konsentreraða)
smá engifer
smá dill
smá broddkúmen (cumin)
plús allskonar krydd (season all, grillkrydd eða hvað sem hendi er næst)
hrærið öllu saman og smyrjið á kjúklinginn.
Setjið hann í ofn í 45. min (best að hafa hann vel steiktan með húð)
Steikið síðan ferskar gulrætur í bitum og zucchini í bitum í ólífuolíu, saltið örlítið. Best að steikja það vel, allt í lagi þó það brenni. Er vont ef maður steikir við of vægan hita, tekur ca. 30 mín.
þegar kjúklingurinn og grænmetið er tilbúið þá má gera cous-cousið (fæst í öllum matvöruverslunum í bláum pökkum) farið bara eftir leiðbeiningum, en best er að nota smjör í staðin fyrir olíu.
Berið allt fram með súrmjólk (notað á svipaðann hátt eins og sýrður rjómi).
Njótið vel og munið að hafa það sem á að steikjast vel steikt.