Fékk þessa uppskrift hjá ömmu minni um daginn. Ég prófaði þetta mauk og bar það fram með steiktum fiski. Það kemur skemmtilega á óvart.

6 grænar paprikur
6 rauðar paprikur
1 gúrka
8 laukar

Ediklögur:
5 dl. edik
350g. sykur
1 msk. salt

Þvoið grænmetið og brytjið það smátt. Látið það í pott ásamt 2 ½ dl. af vatni og sjóðið í u.þ.b. 15 mín. Síið vatnið frá og hellið því. Látið maukið aftur í pottinn ásamt sykri, ediki og sjóðið í 20 mín. Hellið í hreinar, soðnar krukkur og lokið þeim jafnóðum. Kælið og geymið síðan á köldum stað. Maukið er gott með fiski og kjöti, einnig sem bragðbætir í karrýsósu og ýmsar salatsósur.
Sá sem margt veit talar fátt