Sinnepskryddlegnar svínhryggnsneiðar

Fyrir fjóra

800 g svínhryggvöðvi (file)
5 msk dijonsinnep
4 msk púðursykur
3 msk sojasósa
2msk viskí eða brandí
1 msk olía
___________________________

(1)
Kjötið skorið í 4 þykkar sneiðar og þeim raðað í fat. Sinnep, Sykur, Sojasósa, og viskí hrært vel saman, hellt yfir og kjötinu velt upp úr leginum.

(2)
Látið liggja í a.m.k. hálfan sólahring í kæli og snúið öðru hverju. Þá eru sneiðarnar teknar úr leginum og hann geymdur

(3)
Olían hituð á pönnu og kjötið steikt við nokku góðan hita í 5 mínotur á hvorri hlið. Þá er hitinn lækkaður og sneiðarnar pennslaðar með leginum snúið og þær steiktar í þrja mínotur.Pennslaðar aftur, snúið og steiktar í 3 mínotur í viðbót.

(4)
Bornar fram með soðnu eða léttsteiktu grænmeti og eða steiktu epplum eða perum.

Kv:

odinn