Þessi réttur er bæði sterkur og ekki sterkur; bara eftir því sem maður vill (og hvort
maður setji sterkan chili-pipar út í).
Það sem þarf í þetta er:
500 g. nýrnabaunir
1 bakki (300-400 g) nauta hakk
nokkrar gulrætur
og kannski chili-pipar
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
dós af tómötum
dós af tómatkrafti (tómat purre)
krydd ( s.s. origano)
og olía
Baunir settar í bleyti degi fyrir matreiðslu, og eldaðar í 30-60 mín. þar til þær eru
orðnar mjúkar, í öðrum potti er sett kaldpressuð ólífuolía (jómfrúarolía) grænmetið er
saxað og sett út í olíuna, þagar grænmetið er aðeins búið að taka sig, setja kjöthakkið
útí pottinn, hræra vel í pottinum. Þegar kjötið er orðið brúnað, þá er tómatdótið (allt)
sett útí, ásamt þurrkryddum. Þetta er látið sjóða í 15-20 mín. og hræra vel, síðan er
baunum bætt útí, og þetta látið malla í ca. 10 mín. Berist fram með miklu herbamare
salti og það má setja rifinn parmigiano-ost útá. Gott að hafa ferst hrásalat, hitað
(hvítlauks)brauð & kannski ost.
njóttu matsins
kv. Amon