Hérna er uppskrift úr:
_____________________________
http://www2.mbl.is/mm/ serefni/elda/index.html?act=recipes_game&id=34
_______ ______________________Hráefni:
eggaldin
radísur
rauðlaukur
ýsa
plómutómatar
chili
fennika
basilíka
Sinnep, grænn pipar, smjör, ólífuolía, ferskur kerfill, kjúklingasoð.
Ýsu-rósetta:
ýsa
tómatur
fersk basilíka
salt og pipar
Smyrjið disk með smjöri og kryddið með salti og pipar. Skerið ýsuna í þunnar sneiðar. Setjið tómatinn í saltað, sjóðandi vatn, skrælið hann og skerið í sneiðar. Raðið ýsu, basilíkublaði og tómatsneið á víxl. Bakið í ofni við 200°C í 5-7 mín.
Eggaldins- og ýsuturn/skakki turninn:
eggaldin
tómatur
ýsa
fennika
timjan
basilíka
rauðlaukur
Skerið eggaldinið í sneiðar og steikið á pönnu, ásamt rauðlauk og fenniku. Kryddið með timjani, basilíku, salti og pipar. Raðið eggaldinsneiðum, tómatsneiðum, ýsu og fenniku til skiptis, myndið turn. Setjið aðeins af ólífuolíu yfir og bakið í ofni við 200°C í 7-10 mín.
Bökuð ýsa með krydduðu sinnepi á grænmetissátu:
ýsa
dijon-sinnep
grænn pipar
chili
smjör
salt og pipar
Kryddið ýsuna með salti og pipar. Smyrjið dijon-sinnepi sem hefur verið bætt með grænum pipar og smá chili því næst á fiskinn. Setjið í eldfast mót sem hefur verið smurt með smjöri og kryddað með salti og pipar. Bakið í ofni við 200°C í 5-8 mín., eftir þykkt fisksins.
Grænmetissáta:
eggaldin
fennika
radísur
chili
rauðlaukur
karrí
basilíka
hvítvín
Setjið eggaldinið, fennikuna, radísurnar, chili-piparinn og rauðlaukinn í sátu á pönnu. Kryddið með karríi, basilíku og skvettu af hvítvíni. Setjið síðan á disk og fiskinn ofan á.
Fennikusósa:
fennika
rauðlaukur
hvítvín
kjúklingasoð
kerfill
basilíka
smjör
salt og pipar
Svitið afskurðinn af fennikunni og rauðlauk í potti. Bætið hvítvíni og kjúklingasoði út í. Sjóðið einnig með hluta af fennikunni sem fór í turninn og hinn fiskréttinn. Veiðið þá bita upp úr eftir 5-7 mín. Sjóðið áfram í um 14 mín. Setjið allt saman í matvinnsluvél. Bætið kerfli og basilíku út í og maukið. Bætið 1-2 msk. smjör saman við og þeytið áfram í matvinnsluvélinni. Kryddið til með salti og pipar.
Þessi sósa er góð með öllum fiskréttunum.
ATH! Einnig má bæta í sósuna öðru grænmeti, t.d. blaðlauk, gulrótum eða öðru bragðmiklu grænmeti og mauka það síðan með. Gott er að krydda sósuna til með sinnepi, piparrót, tómat eða hvítlauk.
Fengið af Einn, Tveir og Elda!
Kv:
odinn