Fyrir fimm
5 kjúklingabringur
nýmalaður pipar
40 litlir, ferskir sveppir
1 ½ dós hrein jógúrt
2 msk sítrónusafi
½ tsk engiferduft eða tandoorikarrý
4 stórar, grænar paprikur
1-2 tsk salt
grillteinar
Meðferð:
Takið bringuvöðvana frá beinum og takið haminn af. Skerið bringuvöðvana í um 3 cm ferkantaða jafna bita. Malið pipar yfir bitana. Þurrkið vel af sveppunum með eldhúspappír eða þvoið þá. Þeytið saman jógúrt, sítrónusafa og engiferduft eða tandoorikarrý. Setjið sveppi og kjúklingabita í jógúrtlöginn og þekið vel. Geymið í 2 klst. Takið þá síðan úr og þerrið lauslega. Takið stilk og fræ úr papriku og skerið hana í ferkantaða bita, um 2-3 cm á kant. Þræðið paprikubita, kjúklingabita og sveppi á víxl á langa grillteina. Hafið örlítið bil milli bitanna. Hitið grillið. Setjið teinana (sem þarf að leggja í bleyti í 20-30 mínútur fyrir notkun) á smurða grindina af grillinu. Setjið nálægt glóð á kolagrilli en hafið mesta hita á gasgrilli. Grillið í 20-25 mínútur og snúið öðru hverju. Stráið salti yfir skömmu áður en kjúklingurinn er tekinn af grillinu. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og/eða heitum snittubrauðum.
(Úr bókinni "Grillað á góðum degi - Iðunn 1993)
…