Þetta hér er ógeðslega gott. Bauð vinum í mat um daginn og var með þetta salat. Allir hámuðu það í sig með bestu lyst.


3 bollar soðin hrísgrjón
2 bollar eldaður kjúlli, rifinn niður
1/2 bolli sellerí, í sneiðum
1/4 bolli púrrulaukur,saxaður
1/4 bolli rauðar paprikur, saxaðar
1 bolli sýrður rjómi
1/4 bolli majónes
3 msk. mango chutney
2 tsk. karrý
3/4 tsk. salt
2 msk. furuhnetur

1. Blandið saman kjúklingi, hrísgrjónum, selleríi, lauk og papriku í stórri skál.
2. Blandið afgangs hráefnunum út í, fyrir utan furuhneturnar og hrærið vel.
3. Kælið í 30 mín. til að salatið nái að blandast vel.
4. Takið úr kæli og bætið hnetunum út í og berið fram með góðu brauði.
Sá sem margt veit talar fátt