við höfum verið að “þróa” ýktan fiskrétt á mínu heimil og ég bara “verð” að gefa ykkur hann:

blaðlaukur(eftir smekk)
1-2 gul epli
1-2 rauðar paprikur
1 askja sveppir(250 gr)
2-3 stönglar sellerí
2-3 fiskflök(ýsa)
olía til að steikja úr

Allt grænmeti skorið niður í bita,stærð eftir smekk,og steikt á pönnu,
fiskurinn skorinn niður í litla bita og þeir kryddaðir með sítrónupipar og salti,
grænmetið tekið af pönnunni og geymt á meðan fiskurinn er steiktur,alltí lagi þó að hann fari smærra,
grænmetið sett yfir fiskinn þegar hann er orðin hvítur að utan og svo er allt látið malla í ca 10 mín.

Við höfum svo “bara” kartöflur með en auðvitað er það smekksatriði hvað fólk vill borða með þessu eða jafnvel þarf kanski ekkert meðlæti því að það er svo mikið grænmeti á pönnunni.

verði ykkur að góðu
harpajul
Kveðja