Ég breytti einni uppskrift sem ég fann þar sem átti að nota Toblerone. En þar sem ég er ekki það hrifin af Toblerone ákvað ég að prófa að setja Daim í staðin, og það kom bara svona helvíti vel út.
Hér er uppskriftin.
4 eggjarauður
4 msk sykur
225g Daim (eða hvaða súkkulaði sem er í rauninni)
3-4 msk vatn
4dl rjómi, léttþeyttur
Aðferðin:
1. Bræðið Daimið í potti með vatninu.
2. Á meðan þið bíðið eftir að Daimið bráðni, setjið þá eggjarauður og sykur í skál og hrærið þar til blandan verður ljósgul.
3. Þegar Daimið er fullbráðið, þá er því hellt varlega ofan í eggjablönduna á meðan verið er að hræra. Blandið vel saman.
4. Skellið þessari blöndu í ísskápinn í 1-2klst (þar til hún er orðin köld).
5. Náið nú í rjómann og léttþeytið hann.
6. Setjið fyrst helminginn af Daimblöndunni og blandið vel saman (en hægt og rólega) með sleif. Setjið svo restina af Daimblöndunni í og blandið vel.
7. Svo er þessu bara hellt í eitthvað gott box og sett inn í frysti eða sett í ísvél.
Gott er að setja mulið Daim ofan á ísinn áður en hann er borinn fram.
I C U P