Ég er á einhverju grænmetisflippi þessa dagana.
Í gær ákvað ég að hafa einhvern góðan grænmetisrétt í matinn svo að ég fór að kíkja á hvað væri til í ísskápnum og þar fann ég ýmislegt. Og það sem kom útúr þessu var rosalega gott. Ég er með 6 manna fjölskyldu þannig að mínar uppskriftir eru yfirleitt fyrir 4-6 eftir því hvort allir séu heima eða ekki en hérna kemur uppskriftin.
ca. 1/8 af hvítkálshaus smátt skorið
1 gulrót skorin í teninga
1 og 1/2 laukur sneiddur
5 hvílauksrif skorin
1/4 haus kínakál skorið
1 rauð og 1 græn paprika skorin í teninga
1 teningur grænmetiskraftur
smá olia
1 dós tómatur
1 dós nýrnabaunir
smá krydd eftir smekk (ég nota mikið aromat og cilly)
Byrja á að steikja laukinn við meðal hita þangað til hann mýkist bæta síðan hvítkáli og gulrót saman við og steikja í ca 1 mín þá restinni af grænmetinu bætt við steik áfram í smá stund eða þar til grænmetið byrjar að mýkjast.
Bætt þá við tómat og baunum ásamt grænmetiskraftinum og látið malla smá kryddað smá og smakkað til (ef þið notið cilly þá verður að passa sig á eftirbragðinu má ekki nota mikið)
borið fram með spaghetty eða núðlum og ristuð brauði.
Verði ykkur að góðu :)