1 1/2 bolli fínt maísmjöl
2 bollar mjólk
1/2 bolli pilsner
2 bollar hveiti
2/3 bolli sykur
2 msk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 egg
1/2 bolli grænmetisolía
1/2 bolli rifinn sterkur ostur
1/2 bolli rauður chilipipar, saxaður
1/2 bolli grænn chilipipar, saxaður
1/2 bolli pepperoni eða önnur kryddpylsa, söxuð
Blandið saman maísmjöli, mjólk og pilsner. Látið standa í 10 mín. Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti og salti. Blandið eggjum og olíu í maísmjölsblönduna og hrærið vel. Blandið því út í þurrefnin. Setjið ostinn, chiliið og kryddpylsuna út í. Smyrjið muffinsform eða muffinsbökunarplötu að innan og fyllið hvert hólf upp að 2/3 og bakið við 200°C í 15-20 mín. Nægir í 24 muffins.
Sá sem margt veit talar fátt